Lífið

Konungleg börn eru líka bara börn

Hertogahjónin Vilhjálmur og Katrín vilja að börnin þeirra fái eins venjulegt uppeldi og hægt er miðað við aðstæður. Systkinin Georg og Karlotta láta athygli heimsins ekki trufla sig og leika sér og fíflast eins og hver önnur börn.

Systkini, Georg prins og Karlotta prinsessa eru erfingjar breska konungsveldisins en þrátt fyrir það eru þau enn bara börn sem hafa gaman af þvi að leika sér líkt og önnur börn. Fréttablaðið/Getty

Hertogahjónin af Cambridge eiga þrjú börn sem þau ala upp undir vökulu auga fjölmiðla. 

Elstu börnin Georg 4 ára, en hann verður fimm ára í sumar  og Karlotta 3 ára eru dálæti ljósmyndara sem reyna að ná myndum af þeim við hvert tækifæri, en það truflar hin konungbornu börn ekkert því þau leika sér og láta eins hver önnur börn.


Hertogaynjan sem eignaðist sitt þriðja barn í lok apríl reynir að hafa uppeldi barna sinna sem eðlilegast þrátt fyrir að ala þau upp fyrir opnum tjöldum.

Bang, bang, margir ráku upp stór augu og urðu hneykslaðir þegar þessi mynd birtist af Georg og frænda hans í byssó, Katrín hertogaynja kippir sér ekki upp við það og leyfir syni sinum að leika með allskonar leikföng. Fréttablaðið/Getty
Vilhjálmur og Katrín hvetja börnin sín til að leika úti og vera virk í hreyfingu. Fréttablaðið/Getty

Hertogahjónin eru samstíga í uppeldinu og leggja ríka áherslu á að börnn þeirra fái heilbrigt og gott uppeldi. Þau eru mikið útivistarfólk og taka börnin meðal annars með sér á skíði og á hestbak, markmið þeirra er að útivist verði hluti af tilveru þeirra. 

Karlotta er kotroskin og er mikið á ferðinni, henni finnst fátt skemmtilegra en að kútveltast í kollhnís niður grasbrekkur. Fréttablaðið/Getty
Georg prins sleppir ekki góðu tækifæri til að renna sér á rassinum niður brekkur. Fréttablaðið/Getty

Prinsinn og prinsessan eiga mörg frændsystkini á svipuðum aldri og er mikill samgangur á milli þeirra. Frændsystkinin taka gjarnan þátt í fíflaganginum og nást prakkarastrikin ósjaldan á mynd, það er sérstaklega vinsælt að reka út úr sér tunguna og ulla framan í myndavélarnar. 

Georg og Karlotta eru ekkert ólík öðrum börnum og vilja leika sér með ipad og horfa á barnatímann. Sammi brunavörður er i miklu uppáhaldi hjá Georg, en skjátíma barnanna er stillt í hóf. 

Börn eru allsstaðar lík, Georg prins og frænka hans stóðust ekki mátið og ráku út sér tunguna þegar þau voru viðstödd afmæli Elísabetar Englandsdrottningar síðasta laugardag. Fréttablaðið/Getty

Vilhjálmur og Katrín eru nútímafólk og vita að börn eru börn sem sulla og hella niður. Hertogahjónin krefjast ekki skilyrðislausrar hlýðni af börnum sínum við opinberar athafnir og eiga oft erfitt með að hemja hláturinn þegar börnin þeirra bregða á leik fyrir framan alþjóð.

Karlotta sló í gegn sem blómastúlka í brúðkaupi Harry frænda síns, hún lét athygli fjölmiðla ekki trufla sig og lék á alls oddi. Fréttablaðið/Getty
Það getur verið erfitt að vera stilltur og prúður á meðan setið er undir misjafnlega skemmtilegum athöfnum. Fréttablaðið/Getty
Vilhjálmur prins er umhyggjusamur faðir og er óhræddur við að sýna það, ólíkt Karli Bretaprins föður hans sem þótti frekar stífur og gamaldags uppalandi. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Lífið

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Auglýsing

Nýjast

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Auglýsing