Lífið

Konungleg andlit á bolla

Nú er hægt að eignast minjagripi um væntanlegt konunglegt brúðkaup sem fram í Bretlandi í vor.

Harry prins og Meghan Markel ganga í hjónaband laugardaginn 19. maí í ár. (Photo by Samir Hussein/Samir Hussein/WireImage)

Allir þeir sem hafa áhuga á bresku konungsfjölskyldunni eiga að vita að fram undan er konunglegt brúðkaup í maí. Bretar eru bókstaflega að missa sig yfir þessu og geta vart beðið eftir því að Harry prins gangi að eiga hina bandarísku leikkonu Meghan Markle.

Nú þegar hafa minjagripasalar séð sér leik á borði og hafði framleiðslu á ýmsum varningi sem að harðsvíraðir konungssinnar geta fjárfest til minningar um brúðkaupsdag þeirra skötuhjúa.

Það sama var upp á teningnum þegar að bróðir brúðgumans gekk að eiga unnustu sína Katrínu Middellton og einnig þegar að Karl faðir hans gekk að eiga hina ungu Díönu Spencer.

Harry prins gengur að eiga unnustu sína leikkonuna Meghan Markel í maí. Fréttablaðið/Getty

Vilhjálmur prins og Katrín Middelton gengu í hjónaband föstudaginn 29.apríl árið 2011, athöfnin fór fram fá Westminster Abbey. 

Katrín var 29 ára og Vilhjálmur prins var 28 ára gamall.Bretar gengu bókstaflega af göflunum og það mátti sjá andlit þeirra prentuð á boli, bolla, diska og allt sem mönnum datt í hug. Mikill eftirvænting er eftir þriðja barni þeirra hjóna sem er væntanlegt í heiminn í apríl. 

Andlit Vilhjálms og Katrínar voru prentuð á ýmiskonar minjagripi. Fréttablaðið/Getty

Veröldin fór bókstaflega á hvolf þegar að Karl Bretaprins gekk að eiga hina ungu Díönu Spencer. Þau gegnu í hjónaband á miðvikudegi sem þótti nokkuð sérstakt en brúðkaupsdagurinn var 29. júlí 1981.

Brúðkaupið var kallað brúðkaup aldarinnar og þótti minna á Disney ævintýri. Töluverður aldursmunur var á parinu en hún var nýorðin tvítug en Karl var 32 ára.


Þau voru gefin saman í kapellu heilags Páls og heimsbyggðin fylgdist með athöfninni sem var í beinni útsendingu. Þrátt fyrir ævintýraljómann sem stafaði af brúðkaupi þeirra þá endaði þetta ævintýri illa líkt og allir vita.

Heimsbyggðin fylgdist með brúðkaupi Díönu og Karls sem var árið 1981 og var það kallað brúðkaup aldarinnar. Fréttablaðið/Getty

Það margt óvanalegt við brúðkaup Harry's og Meghan. Fyrir utan þá staðreynd að hún var gift áður þá er brúðurin eldri en brúðguminn, hún er 36 ára og hann 33 ára. Athöfnin mun einnig bera keim af upprunalandi hennar en Meghan er bandarísk og ekki af aðalsættum.

Athöfnin fer fram á laugardegi sem er hefðbundinn brúðkaupsdagur í Evrópu, þau verða gefin saman laugardaginn 19. maí. Athygli vekur að bræðurnir Harry og Vilhjálmur völdu dagsetningu sem endar á tölunni níu sem og foreldrar þeirra gerðu líka. 

Mikil eftirvænting er í Bretlandi og hlakka margir til brúðkaupsins. Fréttablaðið/Ásta

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Auglýsing

Nýjast

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Auglýsing