Gæði tónlistarflutnings er eitthvað sem ætti ekki að ákvarðast af kyni flytjandans, en svo virðist sem kyn flytjanda hafi og geti líklegast enn haft mikil áhrif á það hvernig við dæmum flutninginn.

Frá árinu 1950 hafa flestar sinfóníuhljómsveitir gert byltingarkenndar breytingar á því hvernig ráðið er inn nýtt tónlistarfólk í bandið, og tilgangurinn var að útiloka að ráðning byggði á kyni flytjandans. Margar hljómsveitir gerðu þær breytingar að bjóða fleirum í áheyrnarprufur en áður, í stað þess að ráða tónlistarmenn sem voru útvaldir af hljómsveitarstjórnanda. Af þeim sökum ráða flestar hljómsveitir inn tónlistarmenn eftir þrjár umferðir af lifandi og hljóðrituðum flutningi.

Að auki gerðu sumar sinfóníuhljómsveitir þær breytingar að bæta við tjaldi. Umsækjendur fluttu verkin í áheyrnarprufunum bak við tjaldið, sem kom í veg fyrir að dómnefndin gæti séð kyn flytjandans eða þekkt hann. Áhrifin eru með ólíkindum. Á árunum sem fylgdu þessum breytingum hefur prósentuhlutfall kvenkyns tónlistarmanna í fimm best metnu sinfóníuhljómsveitum í Bandaríkjunum aukist gífurlega. Árið 1970 hafði hlutfall kvenna aukist um sex prósent og árið 1993 um 21 prósent. Miðað við hæga útskiptingu á hljómsveitarmeðlimum benda þessar tölur til þess að aukningin sé markverð.