Elísa­bet Bret­lands­drottning komst ekki í kirkju í gær vegna veikinda sinna. Þetta kemur fram í um­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun.

Þar kemur fram að hin mjög svo trúaða drottning láti sig sjaldan vanta í messu á sunnu­dögum. Eins og fram hefur komið gisti drottningin á dögunum á spítala, í fyrsta sinn í rúm átta ár.

Götu­blaðið segir að það sé hins­vegar ekkert að óttast, drottningin hafi ein­fald­lega viljað vera viss um að vera endur­nærð þegar kemur að því hún heim­sæki loft­lags­ráð­stefnu í Glas­gow í næstu viku.

Hin 95 ára gamla drottning hefur sinnt 120 opin­berum verk­efnum á þeim 194 dögum sem liðnir eru frá því að Filippus prins lést. Er það til marks um hve dug­leg hún er en Elísa­bet er með stút­fulla dag­skrá fram á mitt næsta ár.

Þá hyggst hún til að mynda fagna 70 árum á valda­stóli, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal ný­legri verk­efna var mót­taka Bill Gates í höllinni í liðinni viku.