Fréttablaðið fer af stað með sprenghlægilega vikulega örþætti þar sem leikarar, grínistar, þingmenn og fleiri einstaklingar úr þjóðfélaginu leiklesa athugasemdir úr kommentakerfi frétta.

Íslendingar eru duglegir að setja athugasemdir við fréttir en þó eiga sumir til að fara aðeins úr fyrir efnið. Í þessum sprenghlægilega þætti eru komment valin af handahófi og leiklesin án samhengis.

Í fyrsta þætti mæta þau Ingólfur Grétarsson, betur þekktur sem Gói Sportrönd á Snapchat, Hjörtur Jóhann Jóhannsson leikari sem er tilnefndur til Grímunnar fyrir að leika titilhlutverkið í Ríkharði þriðja í Borgarleikhúsinu og Ingunn Lára Kristjánsdóttir, undirritaður blaðamaður og leikari.

Kommentakerfið: Þáttur 1

Ingunn Lára Kristjánsdóttir heldur utan um þættina en hún hefur einnig skrifað óperu um Twitter sem heitir #bergmálsklefinn, en sú ópera var tilnefnd til Íslensku Tónlistaverðlaunanna 2019. Hún er mikill áhugamaður um net-tungumál og rafræn samskipti.