Uppi­stand­s­tríóið Fyndnustu mínar tekur yfir Þjóð­leik­hús­kjallarann á morgun þar sem þær frum­sýna sýninguna „Heitustu mínar.“ Fyndnustu mínar, saman­stendur af sviðs­lista­konunum Lóu Björk, Rebeccu Scott Lord og Sölku Gull­brá. Þær hafa gert garðinn frægan fyrir að gera ó­spart grín að sjálfum sér, ástar­lífi sínu og al­mennum á­kvarðana­tökum í lífi þeirra.

„Við erum búnar að vera fyndnar, fólk veit það, svo núna á­kváðum við að það væri kominn tími til þess að fólk viti að við séum líka ó­geðs­lega heitar. Við vitum að það skiptir máli,“ segir Salka í sam­tali við Frétta­blaðið um sýninguna Heitustu mínar.

Uppi­standið er stút­fullt af reynslu­sögum sem á­horf­endur ættu að geta tengt við að sögn Sölku. „Við erum að gera grín að okkur sem gagn­kyn­hneigðum konum, það að vera gagn­kyn­hneigð kona er bara nóg til að búa til mjög mikið af bröndurum.“

Hér má sjá uppistandshópinn undirbúa sig fyrir sýningu.
Mynd/Birnir Jón Sigurðsson.

Konur í brenni­depli

Uppi­standið höfðar sér­stak­lega til kvenna, segir Salka. „Uppi­standarar eru að mestu leyti bara að tala út frá sjálfum sér svo ef týpan sem er á sviðinu höfðar ekki til þín gerir grínið það ekki heldur.“ Hingað til hafa á­horf­endur verið konur í meiri­hluta þrátt fyrir að alltaf séu ein­hverjir karlar á svæðinu. „Konur eru sjúk­lega skemmti­legir á­horf­endur en karlar mega auð­vitað alveg koma líka.“

Salka telur eitt­hvað sam­kvenn­legt fylgja því að gagn­rýna sjálfa sig sem passar vel inn í heim uppi­stands. Ó­mögu­legt sé að gera grín að öðrum án þess að taka sjálfa sig fyrir í leiðinni að sögn Sölku. „Ef ég ætla að gera grín að gaurunum sem ég hef deitað, eða á­líka ævin­týrum, þá er ég í al­vöru að gera grín að sjálfri mér fyrir að hafa valið að fara út í það.“

Allt fær að flakka

Með­limir hópsins koma allar til dyranna eins og þær eru klæddar og mun allt fá að flakka á sviðinu á morgun. „Lóa er löngu orðin fræg fyrir að láta ekkert undan,“ segir Salka sem sjálf er þekkt fyrir spreng­hlægi­legar sögur af mis­vel­heppnuðu ástar­lífi sínu.

„Rebec­ca segir líka sögur af sjálfri sér á­samt því að búa til sínar eigin rauðu ástar­sögur,“ segir hún. Rauðu ástar­sögurnar séu við­eig­andi í sýningunni þar sem þær séu al­mennt skrifaðar af konum fyrir konur að sögn Sölku.

Rebecca, Lóa og Salka eru allar sviðslistakonur að mennt.
Mynd/Birnir Jón Sigurðsson.

Sveltur markaður

Fyndnustu mínar hafa slegið í gegn á síðasta ári og fyllt hverja sýningu á fætur annarri. „Við höfum verið að tappa inn á markað sem hefur verið alveg sveltur.“ Salka telur greini­legt að á­horf­endur hafi verið til­búnir í nýjan uppi­stands­hóp. „Við erum að vinna með eitt­hvað allt annað efni en hefur tíðkast hérna heima.“

Salka segir það hafa verið tíma­bært að festa sýningarnar í sessi svo fólk gæti gengið að þeim vísum. „Við erum með það mikið sjálfs­traust að við teljum okkur geta fyllt uppi­stands­stað á þriðju­degi sem segir hversu stórt egóið okkar er orðið.“

Draga fólk undan sænginni

„Við viljum at­huga hvort við getum ekki dregið fólk undan sænginni í vetur.“ Það sé al­gengt vanda­mál að fólk viti ekki hvað það eigi að gera við sig á þriðju­dögum á veturna. „Við vildum koma með lausn á því vanda­máli,“ bætir Salka við.

Heitustu mínar verða með uppi­stand í Þjóð­leik­hús­kjallaranum einn þriðju­dag í hverjum mánuði í vetur. Fyrsta uppi­standið er annað kvöld og þar verður kynnir kvöldsins enginn annar en rapparinn Jóhann Kristófer. Salka hvetur alla til að mæta og sjá tríóið brjóta blað í sögunni. „Á morgun munum við stimpla okkur inn sem heitustu uppi­standararnir í bransanum.“