Thelma Þorbergsdóttir heldur úti síðunni Freistingar Thelmu. Hún gefur lesendum uppskrift að ljúffengu lakkríslatte með rjóma. Hún segir einn bolla á við góða súkkulaðikökusneið svo hægt er að bera það fram sem eftirrétt.

„Skora á ykkur að prófa, sérstaklega ykkur sem elska lakkrís,“ segir Thelma.

INNIHALD

-3 dl nýmjólk

-150 g bingókúlur

-2 dl sterkt kaffi

„Skora á ykkur að prófa, sérstaklega ykkur sem elska lakkrís,“ segir Thelma, sem heldur úti síðunni freistingarthelmu.is

TOPPUR

-1/4 lítri rjómi

-lakkrís og sjávarsalt súkklulaði frá omnom

AÐFERÐ

  1. Setjið mjólk og bingókúlur saman í pott og hitið yfir meðalháum hita.
  2. Hrærið af og til þar til bingókúlurnar hafa náð að bráðna alveg.
  3. Bætið sterku kaffi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman.
  4. Hellið í bolla, setjið þeyttan rjóma ofan á og rífið lakkríssúkkulaði ofan á rjómann.