Áramótin er tíminn þar sem fólk lítur oft yfir árið sem er á enda og horfir með bjartsýni og eftirvæntingu inn í nýtt ár. Rómantíkin á það til að hellast yfir fólk á þessum tíma og hugar að þeim sem þau vilja eyða lífinu með.

Að sögn Óla Jóhanns Daníelsson, gullsmiðs og eiganda skartgripaverslunarinnar Gullsmiðju Óla. eru bónorð algeng hjá ástföngnum pörum yfir hátíðirnar.: „Það er alltaf ákveðin tímamót í kringum jól og áramót, og eru alltaf einhverjir sem vilja nota þau til að skella sér á hnén, en það er meira yngra fólkið,“ segir Óli.

Hann segir það alltaf hafa verið þannig, áramótin séu stór liður í lífi allra. „Ég veit til þess að það eru margir sem hafa farið á hnén á jólum og áramótum í gegnum tíðina, til þess að gera þessi einstöku áramót extra eftirminnileg,“ segir Óli og bætir við að sumir gefa einnig áramótagjafir án þess að það sé bónorð á bak við þær.

Óli og Eygló, eigendur Gullsmiðju Óla.
Fréttablaðið/Skjáskot

Hugmyndir af trúlofunarhringum

Fréttablaðið/Gullsmiðja Óla
Fréttablaðið/Gullsmiðja Óla

Fimm leiðir að hinu fullkomna bónorði

Það getur reynst stressandi að biðja um hönd makans sem þig langar að verja ævinni með. Þó svo að þið hafið verið saman í lengri tíma. Til að létta á stressinu er gott að hafa nokkrar hugmyndir á bak við eyrað, hvar og hvenær bónorðið á að fara fram og hvernig stemningu þú leitast eftir.

  1. Ein rómantísk hugmynd væri að biðja um hönd ástarinnar á slaginu tólf á á miðnætti þegar himininn logar af flugeldum og klukkurnar hringja inn nýja árið með kampavíni og ykkar besta fólki.
  2. Í áramótpartíinu með vinum og vandamönnum. Skelltu þér á skeljarnar í návist vina þinna þar sem þið skemmtið ykkur fram á nótt.
  3. Fyrir rólegu týpuna er tillagt að bera fram bónorðið eftir hátíðlegan kvöldverð á gamlárskvöld með eftirréttinum, bara þið tvö.
  4. Í notalegu samtali við makann þegar þið ræðið liðna árið og horfið á framtíðina væri upplagt að koma með óvænta spurningu hvort makinn væri til í að eyða ævinni með þér.
  5. Síðast en ekki síst gætir þú fengið maka þinn með þér í að skrifa áramótaheit líkt og margir gera. Þið gætuð gert sameiginlegan lista og bætt neðst á listann, „viltu giftast mér?“