Athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir hefur tekið aftur saman við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans. Vísir greindi fyrst frá þessu.

Björn Ingi og Kolfinna Von giftu sig árið 2015 en skildu í fyrra. Saman eiga þau eiga dóttur.

Kolfinna Von birti mynd af þeim saman í Landmannalaugum í gær.

Þegar þau giftu sig var Björn Ingi fjölmiðlakóngur, átti meðal annars DV, Pressuna, Eyjuna og Bleikt, saman stóðu þau að ýmsum fjárfestingum. Síðasta árið hefur Björn Ingi fundið sig á ný, farið í meðferð og gert garðinn frægan með umfjöllun um Covid-19 faraldurinn, meðal annars með útgáfu bókarinnar Vörn gegn veiru.