„Ég hef verið að fylgjast með þáttunum Ummerki sem eru sýndir á Stöð 2, en ég kolféll fyrir fyrstu seríunni og var því mjög spennt að sjá nýju þættina,“ segir Marín Manda.

Hún horfir aðallega á heimildamyndir og glæpaþætti, en hefur verið að horfa á þættina The Inno­cence Files á Netflix.

„Það eru magnaðir þættir um saklaust fólk sem hefur verið dæmt til að sitja í fangelsi fyrir glæpi sem aðrir hafa framið. Ég get ekki annað en mælt með þeim.“