Kol­brún Bergþórsdóttir, bókmenntadrottning og einn þekktasti sérfræðingur landsins í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir að tvær á­stæður séu fyrir því að Harry Breta­prins skjóti í allar áttir í ný­út­kominni sjálfs­ævi­sögu sinni Spare.

„Ég hef fylgst með að­draganda þessarar bókar og hef haft nægan tíma til að fylgjast með breskum fjöl­miðlum sem hafa gert þessu máli mjög góð skil, allt frá því að Harry skrifaði undir samninginn og fékk fúlgur fyrir,“ segir Kol­brún sem var gestur Crown­varpsins, við­hafnar­hlað­varps Frétta­blaðsins um The Crown og bresku konungs­fjöl­skylduna.

Kol­brún segir að Harry hafi fengið fyrstu drög bókarinnar til baka frá út­gefanda, því það hafi verið of mikið um sál­fræði­legar pælingar. „Og honum var sagt að gera þetta krassandi, sem hann hefur greini­lega farið eftir.“

Hún rifjar upp að for­eldrar hans þau Karl og Díana hafi bæðið lagt ævi­sagna­riturum lið. „Andrew Morton skrifaði bók móður hans, hún talaði inn á segul­bönd og ræddi sína sögu. Karl lagði sínum ritara einnig lið og kvartaði undan kulda for­eldra sinna og að hann hefði verið lagður í ein­elti í heima­vistar­skóla,“ segir Kol­brún.

„Þannig að það eru for­dæmi en það sem gerist þarna er að Harry skýtur í allar áttir. Hann vegur ó­smekk­lega að fólki og vitnar í einka­sam­töl og ég held það séu tvær skýringar á þessu. Önnur er náttúru­lega bara peningar. Þau þurfa að halda uppi sínum dýra lífs­stíl. Þau búa þarna í ein­hverri höll með tólf bað­her­bergi. Þau eru tvö og með tvö lítil börn, til hvers eru tólf bað­her­bergi?“ spyr Kol­brún.

„Hin skýringin er sú að ég held að Harry hafi ein­fald­lega farið í of marga sál­fræði­tíma. Hann er orðinn mjög amerískur á meðan ég stend með Bretunum og konungs­fjöl­skyldunni í þessu, n­e­ver complain, n­e­ver explain.“

Crownvarpið má hlusta á á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins og einnig hér að neðan: