Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntadrottning og einn þekktasti sérfræðingur landsins í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir það algjört kjaftæði að Bretar hafi tekið Meghan Markle illa þegar hún byrjaði með Harry Bretaprins.
Kolbrún segist hafa tekið Meghan fagnandi þegar í ljós kom að hún og Harry voru byrjuð saman. Hún var gestur Crownvarpsins, viðhafnarhlaðvarps Fréttablaðsins um The Crown og bresku konungsfjölskylduna.
„Við tókum henni fagnandi eins og breska þjóðin. Það er nefnilega algjört kjaftæði að breska þjóðin hafi tekið henni illa,“ segir Kolbrún.
„Breska þjóðin tók henni opnum örmum. En þegar komust á kreik sögur af því hvernig hún kom fram við fólk í höllinni, aðstoðarfólk sitt og starfsfólk, það var ekki fallegt.“
Crownvarpið má hlusta á á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins og einnig hér að neðan: