Kol­brún Berg­þórs­dóttir, bók­mennta­drottning og einn þekktasti sér­fræðingur landsins í mál­efnum bresku konungs­fjöl­skyldunnar segir það al­gjört kjaft­æði að Bretar hafi tekið Meg­han Mark­le illa þegar hún byrjaði með Harry Breta­prins.

Kol­brún segist hafa tekið Meg­han fagnandi þegar í ljós kom að hún og Harry voru byrjuð saman. Hún var gestur Crown­varpsins, við­hafnar­hlað­varps Frétta­blaðsins um The Crown og bresku konungs­fjöl­skylduna.

„Við tókum henni fagnandi eins og breska þjóðin. Það er nefni­lega al­gjört kjaft­æði að breska þjóðin hafi tekið henni illa,“ segir Kol­brún.

„Breska þjóðin tók henni opnum örmum. En þegar komust á kreik sögur af því hvernig hún kom fram við fólk í höllinni, að­stoðar­fólk sitt og starfs­fólk, það var ekki fal­legt.“

Crownvarpið má hlusta á á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins og einnig hér að neðan: