Darren McGra­dy, fyrr­verandi kokkur bresku konungs­fjöl­skyldunnar, deilir með net­verjum upp­skriftinni og sýnir hvernig á að baka upp­á­halds mál­tíð her­togans af Edin­borg, Filippusar; ís­lenskar pönnu­kökur í nýju mynd­bandi. Það má horfa á neðst í fréttinni.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá elskaði her­toginn ís­lenskar pönnu­kökur. Áður hefur McGra­dy opnað sig um það að Filippus hafi kynnst ís­­lenskum pönnu­­kökum í einni af mörgum ferðum sínum til Ís­lands.

Sagði kokkurinn að Filippus prins hefði eitt sinn rétt honum upp­­­skrift af ís­­lenskum pönnu­­kökum sem hann virðist hafa fengið á Ís­landi. Hann deilir sögunni í mynd­bandinu hér að neðan og sýnir hvernig á að elda það.

Þar kallar hann mál­tíðina ein­fald­lega „Crepes Is­landa­ise,“ og lýsir því hvernig Filippus hafi elskað mál­tíðina. „Þetta er í raun bara sulta og rjómi saman í pönnnu­köku. En þetta er ein­falt og létt og hann elskaði þetta.“

Sér­staka at­hygli vekur hvernig McGra­dy bakar pönnu­kökurnar. Hann nýtir ekki til þess sér­staka pönnu­köku­pönnu líkt og tíðkast og þá sker hann pönnu­kökurnar á einkar at­hyglis­verðan hátt áður en hann framreiðir þær.

Myndbandið hér að neðan ætti að hefjast á mínútu 6:40: