Þeir sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):

Gabríel Kristinn Bjarnason, Héðinn Restaurant
Hugi Rafn Stefánsson
Ísak Aron Jóhannsson, Lux veitingar
Kristinn Gísli Jónsson, Speilsalen, Hotel Britannia, Þrándheimi
Rúnar Pierre Heriveaux, veitingahúsinu OX

Dómarar í forkeppninni voru:

Bjarni Siguróli Jakobsson
Hafliði Halldórsson
Friðgeir Ingi Eiríksson
Hafsteinn Ólafsson
Hrefna Sætran

Aðal­keppn­in fer fram á morgun, laug­ar­dag­inn 30. apríl, á sjálfsaf­greiðslula­gern­um þar sem kokk­arn­ir elda for­rétt, aðal­rétt og eft­ir­rétt. Kepp­end­ur gera tíu diska af hverj­um rétti og hluti af þess­um rétt­um verða boðnir heppn­um áhorf­end­um. Það munu því 60 heppn­ir gest­ir fá for­rétt, aðal­rétt eða eft­ir­rétt frá ein­um af þess­um frá­bæru kokk­um.

Kokkur ársins IKEA 02.jpg

Mikið var um dýrðir í eldhúsinu í IKEA í keppninni á fimmtudaginn. Mynd/Sigtryggur Ari.

Verðlauna­af­hend­ing fer fram í and­dyr­inu í IKEA á morgun laugardag þar sem Kokk­ur árs­ins 2022 verður til­kynnt­ur með pomp og prakt.

Keppn­in fer fram milli kl. 11 og 17 og á þess­um tíma geta áhorf­end­ur tekið þátt í happ­drætti þar sem 50 vinn­ing­ar eru í boði.