Lífið

Klökkur Dou­glas þakkaði föður sínum

​Stór­leikarinn Michael Dou­glas þakkaði föður sínum þegar stjarna hans á göngu­götunni í Hollywood var vígð í gær. Leikarinn fagnar 50 árum í bransanum en Kirk Dou­glas, sem gerði garðinn einnig frægan um mið­bik síðustu aldar, fagnar 102 ára af­mæli í næsta mánuði.

Feðgarnir voru glæsilegir við athöfnina. Kirk verður 102 ára í næsta mánuði. Fréttablaðið/AFP

Stór­leikarinn Michael Dou­glas þakkaði föður sínum þegar stjarna hans á göngu­götunni í Hollywood var vígð í gær. Leikarinn fagnar 50 árum í bransanum í ár en Kirk Dou­glas, sem gerði garðinn einnig frægan um mið­bik síðustu aldar í hinum ýmsu kvikmyndum, fagnar 102 ára af­mæli í næsta mánuði. 

Dou­glas eldri lét sig ekki vanta þegar stjarna sonar hans var vígð á göngugötunni.

„Það hefur svo mikla þýðingu fyrir mig að þú sért hér í dag pabbi. Takk fyrir öll ráðin og inn­blásturinn. Ég segi það hér, af öllu hjarta: Ég er stoltur að vera sonur þinn,“ sagði Dou­glas yngri. 

Einnig voru við­stödd eigin­kona hans og sonur, C­at­herine Zeta-Jones og Ca­meron Dou­glas. Auk þessi voru þeir Joel bróðir hans og Kirk, faðir hans, líkt og fyrr segir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ný kitla staðfestir Game of Thrones í apríl

Lífið

A Star Is Born vex í vinsældum á Íslandi

Lífið

Þurfa ekki að hafa á­hyggjur af Gylfa Þór Sigurðs­syni

Auglýsing

Nýjast

Gamall pistill eftir Stan Lee vekur athygli

Rollur heimsóttu heilsugæsluna á Eskifirði

Outlaw King: Hvað er satt og hvað er fært í stílinn

Dekk1.is – dekk á betra verði

Fjöl­skyldu­stemning í risa­stóru batteríi

Stikla fyrir nýjustu Poké­mon myndina

Auglýsing