Lífið

Klingjandi eggjastokkar Pamelu

Vinir leikkonunnar segja meðgöngu stofna henni í lífshættu. Heilsa Pamelu sé tæp eftir baráttu við lifrarbólgu sem hún greindist með fyrir nokkrum árum.

Bomban Pamella Anderson og franski knattspyrnumaðurinn Adil Rami eru sögð í barnahugleiðingum. Þau hafa verið saman í eitt ár og búa saman í Suður- Frakklandi, þau eiga bæði tvö börn fyrir. Fréttablaðið/Samsett mynd

Brjóstgóða leikkonan Pamela Anderson hefur yfirgefið glamúr Hollywood og býr nú í Frakklandi ásamt kærasta sinum knattspyrnumanninum og heimsmeistaranum Adil Rami en hann leikur með franska félagsliðinu Marseille. Skötuhjúin hittust fyrst á kappakstursmóti í Mónakó í maí a síðasta ári og hafa verið að skjóta sér saman síðan. 

Pamela sem er nýorðin 51 árs virðist vera yfir sig hrifinn af Adil og vill ólm eignast með honum barn, en hún á þegar tvo syni á tvítugs og þrítugsaldri. 

Knattspyrnumaðurinn sem er 19 árum yngri en hún hefur þegar sannað að hann bæði skýtur og skorar en hann á tveggja ára tvíbura með fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Sjá einnig: Segir kærstann skora þétt á heimavelli

Danska leikkonan Birgitte Nielsen sem er 54 ára eignaðist sitt fimmta barn í sumar, Pamela segir hana jákvæða fyrirmynd fyrir sig. Fréttablaðið/Instagram

Stjarna Strandvarðanna er sögð líta á Birgittu Nielsen og Janet Jackson sem fyrirmyndir sínar, en þær eignuðust báðar börn komnar yfir fimmtugt. 

Sjá einnig: Bomban Birgitta á von á barni. 

Heimildarmenn fréttamiðilsins Radar Online segja vini leikkonunnar ekki par hrifna af hugmyndinni en þeir segja meðgöngu of áhættusama vegna heilsufars Pamelu en hún greindist með lifrarbólgu C fyrir nokkrum árum síðan. 

Hún er laus undan einkennum sjúkdómsins í dag en ónæmiskerfi hennar fór laskað út úr þeirri viðureign. 

Sömu heimildir segja hana tilbúna til að ganga í gegnum erfiða hormónameðferð og tæknifrjóvgun til að láta drauminn um „eitt kríli í lokinn“ rætast sem vinum hennar þykir ekki áhættunnar virði. Við bíðum spennt eftir framhaldi málsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Segir kærastann skora þétt á heimavelli

Lífið

Bomban Birgitta á von barni

Lífið

Móður­hlut­verkið mikilvægara en tón­leika­ferða­lag

Auglýsing

Nýjast

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Auglýsing