Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara, hefur heldur betur vakið at­hygli í Tel Aviv undan­farna daga en í mynd­bandi Euro­vision keppninnar sem birtist í gær viður­kennir hann að hann er skotinn í Theresu May, for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

„Frægðar­skotið mitt er Theresa May. Ég vona að hún sé að hlusta á mig og ef þú ert að hlusta á mig að þá vin­sam­legast hafðu sam­band við mig á capital­[email protected],“ segir Klemens áður en hann blikkar mynda­vélina.

Hinir kepp­endurnir viður­kenna að þau séu skotin í mann­eskjum eins og Milu Kunis, Brit­n­ey Spears, Shakiru, Selenu Gomez og Jason Donovan og er Klemens sá eini sem nefnir leið­toga annarrar þjóðar.