Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur slegið á sögusagnir um að hann sé í sambandi við Klöru Líf Gunnarsdóttur.

Í gær birti hann mynd af þeim tveimur saman á Instagram-síðu sinni og skrifaði „dreamteam“ við myndina. Í kjölfarið virðist hann hafa fengið fjölda fyrirspurna um hvort að þau tvö væru byrjuð saman.

„Nú skulið þið öll slaka sem eru að senda, og eru að stefna á að senda, því nú er allt að troðfyllast hjá mér af spuriningum um hvort að ég og Klara séum saman, semsagt stelpan sem var með mér á síðustu mynd sem ég póstaði.“ segir Kristján í myndbandi í Instagram.

„Svarðið til ykkar allra er: Nei,“ svarar hann þeim sem hafa verið að velta þessu fyrir sér. Kristján og Klara eru ekki byrjuð saman.

Kristján hefur verið áberandi í fréttum síðan um helgina, en þá losnaði hann úr fangelsi á Spáni. Hann segist ætla að opna sig um dvölina þar og ófremdarástandið í fangelsum Spánar.