Lífið

Klassíkin kom sá og gjörsigraði

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu í kvöld. Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitastjóri var sigurvegari kvöldsins.

Daníel Bjarnason tekur í hönd forseta Íslands í kvöld. Fréttablaðið/Anton

Þið breyttuð heim­in­um,“ sagði Hall­dór Halldórsson kynnir hátíðarinnar, sem er betur þekktur sem Dóri DNA þegar að hann beindi orðum sínum tónlistarkonum og þakkaði þeim sérstaklega fyrir að stíga fram í nafni #metoo – byltingarinnar. Tónlistarfólk fjölmennti á verðlaunhátíðina sem fór fram í Hörpu í kvöld. Tilnefningar til tónlistaverðlaunanna í ár endurspegluðu hið fjölbreytta tónlistarlíf sem blómstrar hér á landi og var engin grein tónlistar undanskiln. Myndir frá hátíðinni eru að finna neðst í þessari frétt. 

Sigurvegari kvöldsins var Daníel Bjarnason, en hann hlaut þrenn verðlaun auk sér­stakr­ar viður­kenn­ing­ar Sam­tóns og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna fyr­ir störf sín og fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar.

Í flokki popp og rokk­tón­list­ar var það fyrst Ný­dönsk og svo Mammút sem komu sáu og sigruðu. Ný­dönsk hlaut fern verðlaun en Mammút þrenn. Plat­an Á plán­et­unni Jörð með Ný­dönsk var val­in poppp­lata árs­ins á meðan fjórða breiðskífa Mammút á ferli sveit­ar­inn­ar, Kind­er Versi­ons, var val­in rokkplata árs­ins. Rokklag árs­ins var valið Bre­athe into me með Mammút en lag Nýd­anskr­ar, Stund­um, var lag árs­ins í flokki popp­tón­list­ar.

Söngvarar ársins

Söngvararnir Daní­el Ágúst Har­alds­son, söngvari í Nýdönsk og Katrína Mo­gensen voru val­in sem söngvari og söng­kona árs­ins í flokki popp- og rokk­tón­list­ar. En meðlimir Nýdanskrar, þeir Björn Jörundur og Daníel Ágúst, hlutu einnig verðlaun sem textahöfundar ársins fyrir texta sína á plöt­unni Á plán­et­unni Jörð.

Heiðarlegt stuð

Stuðmenn hlutu heiðursverðlaun Samtóns að þessu sinni en mennta og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir,  veitti Stuðmönnum verðlaunin við dynjandi lófaklapp viðstaddra. Þessi merkilega hljómsveit tók sín fyrstu skref árið 1970 í nýstofnuðum menntaskóla í Hlíðunum og hefur verið starfandi síðan. Þau slógu einnig botninn í útsendingu kvöldsins og lokuðu sýningunni eins og þeim einum er lagið.

Stuðmenn hafa veitt þjóðinni ómælda gleði með grípandi söngvum og textum á löngum ferli. Og nú um mundir er söngleikur byggður á smellum þeirra að slá í gegn í Þjóðleikhúsinu en heit hans er einmitt Slá í gegn og ber hann nafn með réttu.  Stuðmenn eru verðskuldaðir heiðursverðlaunahafar hinna Íslensku tónlistarverðlauna.

Óvænt úrslit í lagi ársins

Flestir hefðu veðjað á að smellurinn B.O.B.A. í flutningi félagar JóaPé og Króla hefði verði valið lag ársins en svo ekki og það kom mörgum á óvart. Joey Christ hirti þau verðlaun ásamt því að fá verðlaun fyrir plötu ársins. Lag ársins átti hann ásamt Herra Hnetu­smjör, Birn­ir og Aron Can. Þetta er í annað sinn sem veitt eru verðlaun fyr­ir rapp og hip­hop-tónlist á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um. 

Stuðmenn fengu heiðursverðlaun. Fréttablaðið/Anton

Hér má sjá lista yfir alla verðlauna­hafa Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna fyr­ir tón­list­ar­árið 2017:

Op­inn Flokk­ur / Þjóðlaga­tónlist / Kvik­mynda- og leik­hús­tónlist:

Plata árs­ins - Þjóðlaga­tónlist

Snorri Helga­son - Margt býr í þok­unni

Plata árs­ins - Op­inn flokk­ur

Val­geir Sig­urðsson - Dis­son­ance

Plata árs­ins í Kvik­mynda- og leik­hús­tónlist

Daní­el Bjarna­son - Und­ir trénu

Lag árs­ins/Tón­verk árs­ins í Opn­um flokki

Hósen Gó­sen eft­ir Egil Ólafs­son og Sig­urð Bjólu

Plötu­um­slag árs­ins

Margt býr í þok­unni - Snorri Helga­son - Hönnuðir um­slags: Þránd­ur Þór­ar­ins­son myndskreytti en upp­setn­ingu og um­brot gerði Björn Þór Björns­son

Djass og blús:

Plata árs­ins

Annes - Frost

Tón­verk árs­ins

Pét­ur og úlf­ur­inn...en hvað varð um úlf­inn?  - Pamela de sensi og Hauk­ur Grön­dal: Í flutn­ingi Góa og Stór­sveit­ar Reykja­vík­ur.

Laga­höf­und­ur árs­ins

Sig­urður Flosa­son

Tón­listarflytj­andi

Eyþór Gunn­ars­son

Tón­list­ar­viðburður árs­ins

Freyjujazz

Bjart­asta von­in

Bald­vin Snær Hlyns­son

Sígild- og sam­tíma­tónlist

Plata árs­ins

Recur­rence - Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands und­ir stjórn Daní­els Bjarna­son­ar.

Tón­verk árs­ins

Brot­h­ers eft­ir Daní­el Bjarna­son

Söngv­ari árs­ins

Ólaf­ur Kjart­an Sig­urðar­son

Söng­kona árs­ins

Dísella Lár­us­dótt­ir

Dísella Lárusdóttir var valin söngkona ársins. Fréttablaðið/Anton Brink

Tón­listarflytj­andi árs­ins

Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son

Tón­list­ar­viðburður árs­ins

Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son fyr­ir tón­leika í Eld­borg með verk­um Phil­ip Glass

Bjart­asta von­in

Jó­hann Krist­ins­son

Popp, Rokk, Raf­tónlist, Rapp og Hip­Hop:

Plata árs­ins í Rapp og hip hop

Joey Christ - Joey

Plata árs­ins í Rokk

Mammút - Kind­er Versi­ons

Plata árs­ins í Poppi

Ný­dönsk - Á plán­et­unni jörð

Plata árs­ins í Raf­tónlist

Vök - Figure

Söngv­ari árs­ins

Daní­el Ágúst Har­alds­son

Daníel Ágúst úr Nýdanskri var valinn söngvari ársins í flokki popp- og rokktónlistar. Fréttablaðið/Anton Brink

Söng­kona árs­ins

Katrína Mo­gensen

Lag árs­ins í rokki

Bre­athe Into Me - Mammút

Lag árs­ins í poppi

Stund­um – Ný­dönsk

Lag árs­ins í rappi

Joey Cyp­her - Joey Christ (ft. Herra Hnetu­smjör, Birn­ir, Aron Can)

Lag árs­ins í raf­tónlist

I´d Love - Auður

Laga­höf­und­ur árs­ins

Moses Hightower

Texta­höf­und­ur árs­ins

Björn Jör­und­ur/Daní­el Ágúst

Tón­list­ar­viðburðir árs­ins

Gloomy Holi­day í Hörpu

Tón­listarflytj­andi árs­ins

JóiPé og Króli

Bjart­asta von Rás­ar 2:

Between Mountains

Mynd­band ár­ins - Veitt í sam­starfi við Albumm.is:

Auður – I’d Love / Mynd­band: Auður og Ágúst Elí.

Heiður­sverðlaun og sér­stök verðlaun Sam­tóns og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna:

Heiður­sverðlaun Sam­tóns

Stuðmenn

Sér­stök viður­kenn­ing Sam­tóns og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna

Daní­el Bjarna­son

Rapparinn Joey Christ. Fréttablaðið/Anton Brink
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink
Jói Pé og Króli. Fréttablaðið/Anton Brink
Mynd­band ár­ins fékk Auður fyrir I'd Love. Fréttablaðið/Anton Brink
Katrína Mogensen Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Hljómsveitin Between Mountains var valin bjartasta von Rásar 2. Fréttablaðið/Anton Brink

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Doktor.is

Doktor.is: Streita og kulnun

Lífið

Idol­kempurnar Ru­ben og Clay slá upp jóla­tón­leikum

Fólk

Uppskrift: Einfalt en gómsætt konfekt

Auglýsing

Nýjast

Lífið, alheimurinn, allt og þú

Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Emmsjé Gauti hannar strigaskó

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing