„Valið stóð í raun um að hoppa á Singles’ Day vagninn eða Cyber Monday og mér þótti þessi dagur hljóma eins og skemmtilegur valkostur til að gera íslenskum vefverslunum hátt undir höfði. Ég hóf því að safna saman lista af fyrirtækjum árið 2014 sem höfðu áhuga á að vera með og voru með sama markmið og ég, að bjóða upp á flotta afslætti 11. nóvember. Listann birti ég á bloggsíðu svo aðrir gætu nýtt sér samantektina.“ Vefsíðan 1111.is var opnuð með pompi og prakt fyrir þremur árum í núverandi mynd og hratt af stað stórum útsölusnjóbolta sem bætir á sig á ári hverju.

Dagur einhleypra verður ein allsherjar tilboðsparadís

„Singles’ Day rennur upp ár hvert á sama mánaðardegi, þeim 11. nóvember. Nafngiftin er upprunnin í Kína og átti upprunalega við um hátíðisdag einhleypra, enda samanstendur dagsetningin, 11.11., af tölustafnum einn. Kínverski netverslanarisinn Alibaba nýtti sér sögu þessa sérstaka dags árið 2013 og gerði hann að stórútsöludegi netverslana þar í landi. Það var gert til að koma jólaversluninni af stað og sem mótsvari við stórútsöludögunum Black Friday og Cyber Monday,“ útskýrir Brynja um tilurð Singles’ Day sem nú teygir anga sína um allan heim, og meðal annars hingað á hið freðna Frón.

Kláraðu jólin á 1111.is

„Íslensk fyrirtæki og neytendur hafa tekið mjög vel við sér fyrir Singles’ Day,“ segir Brynja. „Dagurinn hefur vaxið í vinsældum undanfarin ár erlendis og hér heima. Oftast á miðnætti 11.11., þegar vefsíðan okkar er opnuð, þá eiga einstaka vefverslanir það til að krassa vegna álags. Þetta er auðvitað langhlaup, að markaðssetja svona afsláttadag frá grunni. Ég hef unnið markvisst að því í mörg ár að kynna Singles’ Day fyrir íslenskum fyrirtækjum og neytendum. Vinsældirnar aukast ár frá ári og fleiri og fleiri nýta sér þennan dag til þess að „klára jólin“, sem er okkar slagorð.“

Gríðarlegur fjöldi íslenskra vefverslana tekur þátt í Singles’ Day gleðinni í ár og vefsíðan 1111.‌is er einstaklega notendavæn og þægileg í notkun. „Það eru flokkar efst á síðunni og undir þeim er hægt að sjá hvaða verslanir falla undir hvern flokk fyrir sig. Einnig er leitarvél staðsett á síðunni og undir hverju lógói er stutt lýsing á fyrirtækinu og hvaða tilboð eru í boði á Singles’ Day.

Við erum með fjölbreytta flokka af ýmsum vörum og verslunum, allt á milli himins og jarðar. Innan okkar vébanda eru vefverslanir sem selja barnavörur, húsgögn, fatnað, snyrtivörur, flugferðir, upplifanir, mat, verkfæri, kynlífstæki og margt fleira.“ Það er bókstaflega hægt að finna eitthvað fyrir alla, á einfaldan og skilvirkan hátt, og svo skemmir afslátturinn ekki fyrir.

Sérstakur jólaglaðningur og stemning kemur í ljós þegar vefsíðan verður opnuð klukkan tólf á miðnætti. Hvað það verður, veit nú enginn, en það er um að gera að kíkja á miðnætti.

Sérstakur jólaglaðningur og stemning kemur í ljós þegar vefsíðan verður opnuð klukkan tólf á miðnætti. Hvað það verður, veit nú enginn, en það er um að gera að kíkja á miðnætti. Mynd/Aldís Páls

Við erum dugleg að minna fyrirtæki á að þetta er svolítið sérstakur dagur og afslættir mega gjarnan vera í samræmi við það. Á þessum degi er því hægt að næla sér í alls konar varning á einstaklega góðu verði.

Eitthvað fallegt fyrir alla

Það er hægt að gera frábær kaup í ár og kaupa allar jólagjafirnar á einu bretti, svo að segja. „Allar vefverslanirnar sem kaupa birtingu á 1111.is bjóða upp á tilboð þennan tiltekna dag. Það er skemmtilegt að sjá að úrvalið okkar er alltaf að breikka með hverju árinu sem líður. Þetta eru líka oftast tilboð sem eru bara í boði þennan eina sólarhring.

Við erum dugleg að minna fyrirtæki á að þetta er svolítið sérstakur dagur og afslættir mega gjarnan vera í samræmi við það. Þó að það sé kannski bara á einhverri einni sérstakri vöru. Á þessum degi er því hægt að næla sér í alls konar varning á einstaklega góðu verði, sem er alveg tilvalið svona í ljósi þess að okkur þykir gaman að gefa vinum og vandamönnum góðar gjafir. Svo er líka tilvalið að skoða úrvalið og sjá hvort það sé ekki hægt að finna sér eitthvað fallegt frá jólasveininum,“ segir Brynja og kímir.

Svo er ótrúlega hentugt að fá þetta allt sent heim upp að dyrum. Tímasetningin er líka heppileg og gefur mér rúm til að dúllast í að pakka inn gjöfunum smám saman og gera allt klárt fyrir jólin. Þá get ég bara notið aðventunnar.

Einstaklega heppilegt

Brynja segist sjálf nýta sér hentugleika netverslana mjög mikið. „Ég reyni að kaupa notað í Extraloppunni það sem mig vantar, en það sem ég þarf að kaupa nýtt finnst mér voðalega þægilegt að kaupa á netinu. Það fer samt algjörlega eftir því hvað ég er að kaupa og hvenær. Ég gæti kannski ekki valið mér sófa á netinu án þess að prófa hann og koma við efnið. En netverslun er mjög hentugt fyrir ýmiss konar innkaup, og þá sérstaklega til að létta undir í jólaösinni.

Auðvitað er ákveðinn sjarmi yfir því að rápa í jólaskreyttar búðir fyrir jólin en maður hefur frekar takmarkaðan tíma til þess marga daga í röð. Þá er gott að geta klárað jólagjafainnkaupin á netinu. Svo er þetta sérstaklega hentugt á tímum þar sem við eigum hvort eð er ekkert að vera að mynda stóra hópa og öngþveiti,“ segir Brynja.

Klárar sjálf jólin á 1111.is

Brynja segist gefa rúmlega þrjátíu jólagjafir í ár og viðurkennir að hún sé ekki byrjuð á innkaupunum. „Ég mun nýta Singles’ Day til hins ítrasta og klára allar jólagjafirnar.“ Hún er mjög skipulögð og býr til jólagjafalista á hverju ári.

„Ég sé þá hvað hver og einn hefur fengið síðustu ár og get þannig planað hvað ég get gefið næst. Ég næ oftast langleiðina að klára jólagjafirnar á Singles’ Day. Svo er ótrúlega hentugt að fá þetta allt sent heim upp að dyrum. Tímasetningin er líka heppileg og gefur mér rúm til að dúllast í að pakka inn gjöfunum smám saman og gera allt klárt fyrir jólin. Þá get ég bara notið aðventunnar. Ég get ekki þetta stress fyrir jólin og allt sem minnkar það kemur sér vel fyrir mig.“

Allt á einum stað

1111.is tekur einnig þátt í Black Friday og Cyber Monday. „Við ákváðum að leyfa vefsíðunni að lifa þessar tvær vikur á hverju ári. Við fundum fyrir vilja fyrirtækja til þess að hafa líka svona regnhlíf fyrir þessa tvo daga. Vefsíðan virkar þá eins fyrir þá daga þó að tilboðin geti breyst aðeins á milli daga. En það er bara gaman að geta nýtt síðuna lengur en í einn sólarhring og einfalt og þægilegt fyrir alla að hafa þetta undir sama hatti á einum stað.“

Munið vefgáttina, 1111.is, sem galopnar fyrir Singles’ Day-tilboðin á miðnætti 11. nóvember.