Í dag fagnar Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar 25 ára afmæli. Verslunin er í dag hálfgert flaggskip í herratísku landans, en þeir félagarnir hafa í gegnum árin átt stóran hlut í að mynda þá klæðahefð karla sem ríkir á Íslandi í dag.

„Það er eiginlega bara ógeðslega gaman að mæta í vinnuna,“ segir Kormákur Geirharðsson trymbill og annar eigandi verslunarinnar.

„Það hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá okkur og svona mikið af skemmtilegum verkefnum á borðinu hjá okkur.“

Kormákur og Skjöldur opnuðu árið 1996 í Kjörgarði við Hverfisgötu og segir Kormákur að staðsetningin hafi fengið marga til að hrista hausinn.„Fólk spurði bara hvaða rugl það væri að grafa sig svona ofan í jörðina,“ segir hann.

„Við vildum alltaf leyfa þessu að þroskast þarna niðri. Leigan var þægileg og við vorum ekki að taka of mikla áhættu.“Síðan þá hefur búðin þroskast eins og gott viskí og segir Kormákur að þeir hafi fundið DNA-ið í búðinni.

„Við framleiðum rosa mikið sjálfir og hættum ekki að fá hugmyndir. Í dag erum við bara stoltir tuttugu og fimm!“