Kjóllinn hennar Dórótheu, sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz sem skaut henni upp á stjörnuhiminn, fannst nýverið í geymslu í háskóla í Washington D.C..

Séra Gilbert Hartke, sem var yfir leiklistardeild háskólans The Catholic University of America fékk kjólinn að gjöf frá leikkonunni Mercedes McCambridge árið 1973. Hún var góðvinkona Garland og sem starfaði hjá háskólanum sem stundakennari árið 1972.

Leikkonan Margaret Hamilton sem lék nornina og Judy Garland sem lék Dórótheu.
Fréttablaðið/Getty images

Kjóllinn hvarf stuttu eftir andlát prestsins og með árunum breyttist sagan um kjólinn í orðróm. Töluðu nemendur og kennarar oft um að kjóll Judy Garland væri enn falinn einhvers staðar innan veggja skólans. Þegar Matt Ripa nokkur tók yfir deildinni árið 2008 héldu margir að þetta hafi bara verið skröksaga.

Einn daginn, þegar til stóð að hefja framkvæmdir í Hartke-byggingunni, sem nefnd var eftir fyrrnefndum presti sem fékk kjólinn að gjöf, ákvað Ripa að fara í gegnum skjalakassa þegar hann fann poka ofan á kössunum á einni hillunni. Og viti menn, ofan í pokanum var skókassi og ofan í skókassanum var kjóllinn hennar Dórótheu samanbrotinn, búin að gulna aðeins eftir öll þessi ár.

Búningurinn er merktur leikkonunni Judy Garland, en hún var aðeins 17 ára þegar hún lék í kvikmyndinni.
Mynd: The Catholic University of America

Smithsonian safnið hefur staðfest að um sé að ræða kjólinn sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni. Hér má sjá grein þeirra um búninginn.

Mynd: The Catholic University of America