Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner klæddist afar frumlegum kjól frá tískuhúsinu í Schiaparelli á tískuvikunni í París í gær.

Kjóllinn er hannaður af Daniel Roseberry og er svartur með afar raunverulegu ljónahöfði á barminum.

Mikil umræða hefur skapast vegna hönnunarinnar en Schiaparelli tekur fram í færslu á samfélagsmiðlum að engu dýri hafi borið skaða af hönnuninni, heldur er ljónahöfuðið handgert úr hertri froðu, ull, silki og þar eftir handmálað til að ná fram raunverulegri áferð.

Margir töldu Kylie klæðast kjólnum þar sem nafn sonar hennar var tilkynnt í vikunni og þýðir „lion of god“ eða ljón guðs.