Kjagað á eftir biskupi er yfirskrift ókeypis kvöldgöngu á vegum Borgarsögusafns, sem Jón Páll Björnsson og Íris Gyða Guðbjargardóttir sagnfræðingar leiða fimmtudaginn 16. júní kl. 20.

Gangan byrjar við Dómkirkjuna á Austurvelli.

Gengið verður um Dómkirkjuna, Víkurgarð og Aðalstræti, leiðsögumenn segja frá hinum ógleymanlegu biskupshjónum Geir og Sigríði Vídalín sem bjuggu í Aðalstræti 10 á árabilinu 1807-1846, samtíðarfólki þeirra og tíðaranda 18. aldar.