Lífið

Nám­skeið í anda Weird Girls til að vald­efla konur

Kitty Von-Sometime leikstjóri og sjónlistakona heldur námskeið í september í anda Weird Girls myndbanda sinna. Námskeiðið verður á Vestfjörðum og er ætlað að vera valdeflandi og sjálfstyrkjandi fyrir konur.

„Ég hef fundið að þegar við höfum verið að framleiða Weird Girls myndböndin og við gistum heila nótt þá myndast oft mjög sérstök og falleg samkennd meðal kvennanna sem taka þátt,“ segir Kitty. Fréttablaðið/Eyþór

Kitty Von-Sometime leikstjóri og sjónlistakona heldur námskeið í september á Vestfjörðum sem er ætlað að vera valdeflandi og sjálfstyrkjandi fyrir konur og einstaklinga sem tjá kynvitund sína sem kvenkyns.

Námskeiðið er byggt í kringum Weird Girls verkefni Kittyar og er gert í samráði við Blábankann, samfélagsmiðstöð á Þingeyri. Á námskeiðinu verður þátttakendum gert kleift að stíga utan rútínu sinnar, að meta sjálfa sig og losa sig við streitu með því að taka þátt í umræðum, ævintýrum og slökunaræfingum.

„Þetta er þriggja daga námskeið [e. retreat). Fólk kemur daginn fyrir og fer daginn eftir. Ég hef verið að ræða þessa hugmynd við fólk í meira en eitt og hálft ár og hef verið að reyna að finna leið til að láta þetta ganga upp. Svo hafði Blábankinn á Þingeyri samband við þig um að gera námskeið í kringum Weird Girls verkefnið og þar sem Þingeyri er nokkuð langt í burtu datt mér í hug að blanda saman þessum tveimur hugmyndum og úr varð þetta námskeið,” segir Kitty Kitty Von Sometime leikstjóri og sjónlistakona í samtali við Fréttablaðið.

Námskeið kannski of formlegt

„Námskeið er kannski of formlegt orð til að lýsa því sem mun fara fram þarna. Ég hef tekið eftir því í gegnum árum þegar ég hef verið að gera Weird Girls myndböndin að margar af þeim konum sem hafa tekið þátt skortir sjálfstraust. Mér finnst það tengjast beint skorti á því að hugsa um sjálfan sig. Ef þú metur ekki sjálfa þig að verðleikum hefur það bein áhrif á sjálfstraust þitt og að sama skapi hvernig þú hugsar um sjálfa þig,“ segir Kitty. 

Hún segir að námskeiðið verði samansett af skemmtilegum verkefnum ásamt því sem gestafyrirlesarar flytja stutt erindi og mögulega verða með sín eigin verkefni. 

„Við munum ekki einblína á það að hugsa vel um sjálfan sig en það verður kjarni námskeiðsins. Við munum reyna að einblína á það sem gerir mann hamingjusaman, það sem er gott fyrir mann og reyna að gera það þannig að þetta sé ekki eins og fyrirlestur. Ég vil að þátttakendur gangi frá námskeiðinu með meira sjálfstraust því þau eru að gefa sjálfum sér meira virði,“ segir Kitty. 

„Við munum ekki einblína á það að hugsa vel um sjálfan sig en það verður kjarni námskeiðsins,“ segir Kitty Fréttablaðið/Eyþór

Sérstök samkennd sem myndast meðal kvennana

Kitty segir að það sé mikill kostur að komast aðeins burt og hafi fundið sérstaka samkennd myndast meðal kvenna sem hafa tekið þátt í Weird Girls verkefninu, sem hana langi að reyna að endurskapa á námskeiðinu. 

„Ég hef fundið að þegar við höfum verið að framleiða Weird Girls myndböndin og við gistum heila nótt þá myndast oft mjög sérstök og falleg samkennd meðal kvennanna sem taka þátt. Þær þekkja sjaldnast hvor aðra áður en þær mæta. Það er mjög falleg tilfinning og ég er að vonast til að sama stemning verði á námskeiðinu,” segir Kitty.

Námskeiðið stendur í fjóra daga og verða vinnusmiðjur í þrjá daga. Námskeiðið sjálft stendur eitt og sér án Weird Girls myndbandsins sem Kitty ætlar að taka upp tveimur dögum síðar, en þó stendur þátttakendum námskeiðsins til boða að vera með.

„Námskeiðið stendur eitt en svo að því loknu verður tekið upp nýtt Weird Girls myndband og þeim konum sem taka þátt í námskeiðinu stendur til boða að taka þátt í því. Þá þarf auðvitað að vera lengur á Þineyri. Það er tekið upp tveimur dögum síðar. Það var fyrst hugsað aðeins fyrir fólk sem er að vestan, en ég ákvað að bjóða þessum konum líka að taka þátt,” segir Kitty.

Meiri upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast hér.

Kitty er einnig að fara að gefa út myndverkið ORIGIN á næstu dögum, sem er gefið út á sama tíma og önnur smáskífa nafnlausa listahópsins KERAI. Verkið gefur gefur kynlausum ómennskum

Það er fyrsta verkið sem Kitty frumsýnir síðan hún gaf út Weird Girls #Embraceyourself myndbandið við góðar viðtökur.

„Ég hef ekki búið neitt nýtt til mjög lengi þannig ég er mjög spennt fyrir myndbandinu sem ég framleiddi með KERAI,” segir Kitty að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Lífið

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Auglýsing

Nýjast

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Auglýsing