Kistuberarnir frá Gana sem hafa öðlast heimsfrægð á stuttum tíma sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir biðluðu til fólks að halda sig heima á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir.

Um er að ræða fjóra aðila sem vildu reyna að breyta athöfninni í jarðarförum. Þeirra hugmynd er að kveðja þá látnu á jákvæðan hátt með dansi og söng.

Þeir urðu fljótlega heimsfrægir sem jarm (e. meme) en innslag BBC Africa um kistuberana má sjá hér fyrir neðan.

Til þess að reyna að hindra frekari útbreiðslu COVID-19 sendu kistuberarnir sem eru kallaðir Nana Otafrija í heimalandi sínu frá sér myndband þar sem þeir skoruðu á einstaklinga að dansa heima í stofunni með sér.

Alls hafa 5530 tilfelli af COVID-19 fundist í Gana og 24 látið lífið.