Leikararnir Kirsten Dunst og Jesse Plemons hafa bundist heitorði eftir sex ára samband að sögn bandarísku slúðurmiðlanna Access Hollywood og Page Six.

Þau gengu í það heilaga í bænum Ocho Rios í Jamaíka síðustu helgi. Parið hefur verið trúlofað í heil fimm ár og eiga tvö börn saman.

Kirsten Dunst þarf vart að kynna en hún hefur gert garðinn frægan með leik sínum í kvikmyndunum Spider-Man, Melancholia og Mary Antoinette. Hún hefur unnið sem leikari nær viðstöðulaust frá því að hún sló í gegn í Interview with the vampire, aðeins tíu ára gömul. Síðastliðinn ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir góðan leik í sjónvarps- og streymisveituþáttunum Fargo og On Becoming a God in Central Florida.

Parið gifti sig í bænum Ocho Rios í Jamaíka.
Fréttablaðið/Getty images
Jesse Plemons og Kirsten Dunst á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn mars.
Fréttablaðið/Getty images

Jesse Plemons hefur sömuleiðis verið að leika frá tíu ára aldri og byrjaði í sjónvarpi í þáttum eins og Walker, Texas Ranger og Sabrina, the Teenage Witch.

Hann skaust upp á stjörnuhimininn í þáttunum Friday Night Lights og síðar í Breaking Bad. Hann kynntist Kirsten Dunst við tökur á Fargo þar sem þau léku einmitt hjón.

Dunst og Plemons léku hjónin Peggy og Ed í sjónarpsþáttunum Fargo.