He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, bauð Þóri Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Kína, og eiginkonu hans Dominique Ambroise Ibsen að drekka með sér fínt vín.

Frá þessu greinir He á Twitter í dag og birtir mynd af þeim þremur saman.

„Handa vinum eigum við fín vín. Rándýrum og úlfum bjóðum við velkomna með haglabyssum,“ skrifar He og vitnar þar með í vinsælt kínverskt lag. Í kjölfarið bendir hann á að hann hafi boðið þeim fínt vín og gefur þar til kynna að hann lýti á Þóri og Dominique sem góða vini sína.

Lagið sem um ræðir ber nafnið Wǒde Zǔguó, en á ensku þekkist það sem My Motherland. Það var samið fyrir kvikmyndina Shànggānlǐng, sem var frumsýnd árið 1956.