Lífið

Kín­verjar selja gamla sendi­ráðs­húsið á Víði­mel

​Fyrr­verandi sendi­ráðs­hús kín­verska sendi­ráðsins á horni Furu­mels við Víði­mel er komið á sölu. Húsið hefur staðið autt í sex ár og hefur mátt muna fífil sinn fegurri.

Húsið hefur mátt muna fífil sinn fegurri og er ljóst að ærið verk bíður kaupanda þess.

Fyrr­verandi sendi­ráðs­hús kín­verska sendi­ráðsins á horni Furu­mels við Víði­mel er komið á sölu. Húsið hefur staðið autt í sex ár og hefur mátt muna fífil sinn fegurri. 

Jón Rafn Valdimars­son, fast­eigna­sali sem sér um sölu hússins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að miklir mögu­leikar séu með eignina sem er á einum besta stað í bænum. Margir hafi lýst yfir á­huga en húsið verði sýnt í næstu viku. 

Húsið var á árum áður nefnt „Kanslara­höllin“ og var það hannað af Einari Sveins­syni arki­tekt. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá er hús­byggingin 724,5 fer­metrar en lóðin 810 fer­metrar að stærð. Fast­eigna­mat hljóðar upp á 253,6 milljónir króna. 

Fjallað var um húsið í fjöl­miðlum á sínum tíma eftir að kín­verska sendi­ráðið færði starf­semi sína í Borgar­tún. Gramdist í­búum á Melunum mjög hversu illa var hirt um það. Í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 í fyrra sögðust ná­grannar hafa séð rottur skríða inn um glugga hússins og þá hafi kettir verið tíðir gestir þar.

Ljóst er að eignin þarfnast tölu­verðs við­halds en að sama skapi mikið svigrúm og tækifæri til að gera húsið hið allra glæsilegasta að nýju. Hér má finna frekari upp­lýsingar um eignina á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.

Húsið, sem er yfir 700 fermetrar að stærð, er á einum besta stað bæjarins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Tíska

Kominn tími á breytingar

Auglýsing

Nýjast

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Heiða syngur sig frá á­falla­streitu­röskun

Auglýsing