Tríóið KIMI flytja tón­list í Breið­holts­kirkju í dag kl. 15:15. Gálga­ganga er yfir­skrift tón­leika KIMI á tón­leikum 15:15 tón­leika­syrpunnar í Breið­holts­kirkju. Á efnis­skránni eru verkin Andante frá 2006 eftir Þuríði Jóns­dóttur og Gal­gen­li­eder frá 1996 eftir Sop­hiu Guba­idulinu. Tríóið KIMI skipa þau Jónas Ás­geir Ás­geirs­son harmóníku­leikari, Katerina Anagnostidou, slag­verks­leikari og Þór­gunnur Anna Örn­ólfs­dóttir söng­kona, gesta­leikarar á tón­leikunum verða Björg Brjáns­dóttir, flautu­leikari og Xun Yang, kontra­bassa­leikari.

Hópurinn KIMI var stofnaður árið 2018, tríóið ein­blínir einkum á flutning nýrrar tón­listar í bland við eigin út­setningar á þjóð­lögum og söng­lögum. Á meðal tón­skálda sem samið hafa verk sér­stak­lega fyrir KIMI eru Finnur Karls­son, Þóranna Björns­dóttir, Gunnar Karel Más­son og Hugi Guð­munds­son.

Hópurinn hlaut til­nefningu til Ís­lensku tón­listar­verð­launanna árið 2021 fyrir tón­leika ársins í flokknum sí­gild og sam­tíma­tón­list og gaf út sína fyrstu smá­skífu fyrr á þessu ári hjá plötu­fyrir­tækinu Da­ca­po Records: hljóð­ritun af verkinu Bittersweet sem tón­skáldið Nikki Martin samdi fyrir hópinn árið 2018.