Víetnamsk-kanadíska skáld­konan Kim Thúy kemur fram á höfunda­spjalli á­samt Auði Övu Ólafs­dóttur í Alli­ance Française de Reykja­vík á fimmtu­dags­kvöld. Við­burðurinn er haldinn í til­efni ís­lenskrar út­gáfu skáld­sögunnar Ru, sem kom út fyrr á þessu ári í ís­lenskri þýðingu Arn­dísar Lóu Magnús­dóttur.

„Það verður mikill heiður fyrir Alli­ance Française í Reykja­vík að taka á móti Kim Thúy, kanadískum rit­höfundi af víet­nömskum upp­runa sem hlaut fjölda verð­launa fyrir bók sína „Ru“ sem kom út í Quebec árið 2009,“ segir í til­kynningu.

Sam­tal Kim Thúy og Auðar Övu fer fram á ensku með brotum úr Ru sem verður lesin á frönsku og á ís­lensku. Gestum gefst einnig tæki­færi á að spyrja spurninga.

Dag­skráin hefst klukkan 20.30 í hús­næði Alli­ance Française á Tryggva­götu 8. Boðið verður upp á léttar veitingar og hægt verður að kaupa bókina Ru á staðnum.

Við­burðurinn er haldinn í sam­starfi við Bene­dikt bóka­út­gáfu, franska sendi­ráðið á Ís­landi, kanadíska sendi­ráðið á Ís­landi og Alli­ance Française de Reykja­vík.

Kim Thúy er fædd í Saígon árið 1968 og kom sem flótta­maður til Kanada ellefu ára gömul 1979, sem hluti af hópi sem kenndur var við „báta­fólkið“. Hún býr í frönsku­mælandi Kanada og skrifar á frönsku.

Kim Thúy hefur gefið út sex skáld­sögur sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungu­mál. Ru, fyrsta skáld­saga hennar, kom út 2009 og hlaut góðar við­tökur, þar á meðal Govern­or General's-verð­launin 2010, ein æðstu bók­mennta­verð­laun Kanada.

Ru gerist árið 1968 þegar stríð geisar í Víet­nam. Fjöldi fólks freistar þess að flýja land í von um betra líf, þar á meðal er ellefu ára stúlka sem flýr yfir­stéttar­líf í Saígon, með við­komu í malasískum flótta­manna­búðum, alla leið til Kanada. Þar verður hún báta­flótta­maður í smá­bæ og þarf að laga sig að nýjum lifnaðar­háttum og nýju tungu­máli. Inn í söguna fléttast ör­lög fleiri Víet­nama, í Saígon og í Kanada, bæði á stríðs- og friðar­tímum.