Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kveðst trúa því að þættirnir Keeping up with the Kardashians hefðu ekki notið jafn mikilla vinsælda ef ekki væri fyrir kynlífsmyndbandið sem var lekið af henni og Willie Ray J Norwood árið 2007.
Spjallþáttastjórnandinn Andy Cohen spurði Kim út í myndbandið á dögunum. „Heldurðu að þátturinn hefði fengið jafn mikið áhorf í upphafi ef ekki hefði verið fyrir umtal um kynlífsmyndbandið?“ spurði Cohen.
Börnin vita ekkert
„Þegar ég horfi til baka þá hugsa ég ekki,“ viðurkenndi Kim. Þá sagðist hún ekki hafa rætt um myndbandið við börnin sín fjögur, sem eru á aldrinum tveggja til átta ára.
„Ég hef ekki þurft þess enn þá og sem betur fer held ég að svo mörg ár hafi liðið og svo mikið af atburðum hafi átt sér stað að þetta þurrkist út með tímanum,“ útskýrði Kim. Hún tók þó fram að hún myndi þurfa að lifa með afleiðingum myndbandsins út lífið.
Eftir að myndbandinu var lekið bauðst Kim að gera sinn eigin raunveruleikaþátt með fjölskyldu sinni. Hún greindi síðan frá því árið 2018 að hún hafi verið í vímu þegar myndbandið var tekið upp.
„Ég var einnig á e-pillum þegar ég gerði kynlífsmyndbandið. Hélt að það vissu það allir. Kjálkinn á mér var alveg á fullu allt myndbandið.“