Raun­veru­leika­stjarnan Kim Kar­dashian kveðst trúa því að þættirnir Keeping up with the Kar­dashians hefðu ekki notið jafn mikilla vin­sælda ef ekki væri fyrir kyn­lífs­mynd­bandið sem var lekið af henni og Willi­e Ray J Norwood árið 2007.

Spjall­þátta­stjórnandinn Andy Cohen spurði Kim út í mynd­bandið á dögunum. „Heldurðu að þátturinn hefði fengið jafn mikið á­horf í upp­hafi ef ekki hefði verið fyrir um­tal um kyn­lífs­mynd­bandið?“ spurði Cohen.

Börnin vita ekkert

„Þegar ég horfi til baka þá hugsa ég ekki,“ viður­kenndi Kim. Þá sagðist hún ekki hafa rætt um mynd­bandið við börnin sín fjögur, sem eru á aldrinum tveggja til átta ára.

„Ég hef ekki þurft þess enn þá og sem betur fer held ég að svo mörg ár hafi liðið og svo mikið af at­burðum hafi átt sér stað að þetta þurrkist út með tímanum,“ út­skýrði Kim. Hún tók þó fram að hún myndi þurfa að lifa með af­leiðingum mynd­bandsins út lífið.

Eftir að mynd­bandinu var lekið bauðst Kim að gera sinn eigin raun­veru­leika­þátt með fjöl­skyldu sinni. Hún greindi síðan frá því árið 2018 að hún hafi verið í vímu þegar mynd­bandið var tekið upp.

„Ég var einnig á e-pillum þegar ég gerði kyn­lífs­mynd­bandið. Hélt að það vissu það allir. Kjálkinn á mér var alveg á fullu allt mynd­bandið.“