Kanye West og Kim Kardashian eru sögð í þann mund að skilja að borði og sæng. Þetta fullyrða þó nokkrir heimildarmenn bandaríska slúðurmiðilsins Page Six.

„Þau eru að gera lítið úr þessu en þau eru búin,“ segir heimildarmaður miðilsins. „Kim er búin að ráða Lauru Wasser og þau eru í samingaviðræðum,“ segir hann en Wasser er vel þekktur lögmaður.

Í frétt PageSix kemur fram að Kim hafi ekki sést með brúðkaupshring sinn um jólin. Hún hafi þess þó heldur ekki eytt jólunum með rapparanum. Hann hafi þess í stað eytt jólunum á Wyoming búsetri þeirra hjóna.

Haft er eftir heimildarmanni miðilsins að Kim, sem hafi eytt dágóðru púðri í að standa að baki eiginmanns síns og geðheilbrigði hans, hafi fullorðnast mikið undanfarið.

„Nú er skilnaðurinn að raungerast vegna þess að Kim hefur fullorðnast mikið,“ segir heimildarmaðurinn. Líkt og fram hefur komið hefur Kim beitt sér mikið fyrir mannréttindum fanga undanfarin ár. Heimildarmaðurinn segir að hún ætli sér stóra hluti á þeim vettvangi.

„Hún tekur því mjög alvarlega. Hún tekur því mjög alvarlega að hún vilji bæta fangelsiskerfið. Á meðan er Kanye hlaupandi um að bjóða sig fram til forseta og gera aðra frekar klikkaða hluti. Hún er bara búin að fá nóg,“ segir heimildarmaðurinn, sem sagður er náinn hjónunum.

Á meðan vísar bandaríski slúðurmiðillinn til annarra heimildarmanna sem segja að Kanye sé kominn með algjörlega nóg af Kardashian fjölskyldunni.

„Hann vill ekkert með þau hafa lengur,“ segja þeir.

Það vakti mikla athygli síðasta sumar þegar Kanye tísti um það að hann væri að gera sitt besta til að skilja við Kim. Þar kallaði hann móður Kim, Kris Jenner, „Kris Jong-Un“ vegna þess að fjölskyldan hefði gert sitt besta til að koma rapparanum til geðlæknis.

Fullyrt er í umfjöllun miðilsins að Kanye hafi verið kominn með nóg fyrir löngu. „Hann mætti seint og fór snemma. Hann vildi ekki birtast á neinni Instagram mynd. Það eina sem hann gerði var að birtast með tölvuteiknaða mynd af Robert Kardashian, pabba Kim og svo fór hann eins fljótt og hann gat,“ sagði heimildarmaðurinn.