Hjónunum Kim Kar­dashian og Kanye West gengur mis­vel að að­lagast lífinu í sótt­kví að sögn heimildar­manna Us We­ekly. „Þau eru oft á sitt hvorri blað­síðunni,“ er haft eftir vit­orðs­manni hjónanna.

Stjörnuparið fer eftir gjör­ó­líkri dag­skrá sem veldur því að til­finningar þeirra gagn­vart sótt­kví eru nokkuð frá­brugðnar. „Hún vaknar snemma til að stunda líkams­rækt en hann vaknar seint.“

Kar­dashian hefur í nógu að snúast í sínu dag­lega amstri og hefur farið fram úr sínum björtustu vonum í sótt­kví. Kanye á erfiðara með tak­markanirnar. „Þetta er erfiðara fyrir Kanye þar sem hann er ekki með neina rútínu eins og Kim.“

Þrátt fyrir ó­líka dag­skrá gengur allt eins og í sögu hjá parinu. „Þau eru mjög ólík en hafa haft meiri tíma saman til að tala um til­finningar sína, börnin, feril Kim og við­skipta­hug­myndir Kanye.“ Það skipti þau máli að halda fjöl­skyldunni saman.