Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Kim Kardashian mætti í gær til spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel og fór í gífurlega skemmtilegan leik með kappanum.

Leikurinn gengur út á að snerta ýmsa leyndardómsfulla hluti án þess að vita hvað er um að ræða og prófuðu þau meðal annars að snerta kartöflumús, uppstoppaðan íkorna, lifandi eðlu og krabbaleggi

Kim gekk töluvert betur en Jimmy í að halda ró sinni en Jimmy sm féll nánast í yfirlið við að snerta eðluna en Kim var mun rólegri út leikinn, í þessu stórskemmtilega myndbandi hér að neðan.