Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti færslu á samfélagsmiðlum í dag í tilefni af 44 ára afmæli fyrrum eiginmanns hennar, Kanye West.

„Ég elska þig að eilífu,“ skrifaði Kim undir mynd af sjálfri sér, Kanye og börnum þeirra. Raunveruleikastjarnan birti einnig nokkrar myndir af Kanye á sögu svæði Instagram, bæði af fyrrum hjónunum saman og af Kanye þegar hann var ungur.

Þrátt fyrir að Kim elski Kanye enn er hún þó ekki á biðilsbuxunum. „Kim er alveg komin yfir hjónabandið þó að henni þyki enn vænt um Kanye,“ er haft eftir heimildarmanni USmagazine.

Kim sótti um skilnað frá rapparanum í febrúar síðastliðinn vegna erfiðleika innan hjónabandsins en hjónin voru gift í nærri sjö ár og eiga saman fjögur börn.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum vestan­hafs hefur Kim óskað eftir sam­eigin­legu for­ræði yfir börnum þeirra en hvorki hún né Kanye hafa tjáð sig mikið opin­ber­lega um skilnaðinn.