Flugvél með 30 ungum knattspyrnukonum og fjölskyldum þeirra, lenti á Stansted flugvelli í gær. Alls voru 130 einstaklingar í flugvélinni. Kim Khardashian lék lykilhlutverk í þessu ferli með því að greiða að fullu fyrir flugið.

,,Margar af þessum fjölskyldum þurftu að yfirgefa heimili sín þegar að Talíbanarnir tóku yfir stjórn í Afganistan. Heimili þeirra brunnu til kaldra kola," sagði Khalida Popal, fyrrum landsliðsfyrirliði kvennaliðs Afganistan í samtali við AP fréttastofuna.

Fjölskyldurnar höfðu náð að flýja til Pakistan og náðu þar að tryggja sér dvalarleyfi í Bretlandi en náðu ekki að koma sér til landsins þar sem að ekkert flug var frá Pakistan til Bretlands vikum saman.

Það var þá Rabbi Moshe Margaretten, stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association leitaði til aðstoðar Kim Khardashian en þau höfðu unnið náið saman áður.

,,Rúmri klukkustund eftir að ég hafði beðið Kim um aðstoð við þetta sendi hún mér textaskilaboð og bauðst til þess að greiða fyrir flugið," sagði Margaretten í samtali við AP fréttastofuna.

Í Bretlandi hefur enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United boðið fram aðstoð sína til þess að styðja við knattspyrnukonunarnar og fjölskyldur þeirra.