Mikið hefur gengið á í hjóna­bandi raun­veru­leika­stjörnunnar Kim Kar­dashian og rapparans Kanye West undan­farna mánuði og stendur það nú á brauð­fótum ef marka má heimildir US We­ekly.

„Kim er að í­huga mögu­leikana sína hvað varðar fram­tíð hennar með Kanye,“ er haft eftir heimildar­manni blaðsins. Kim er sögð vera með skilnaðar­áætlun til reiðu ef til þess kæmi að bundin yrði endi á hjóna­bandið.

Geð­hvarfa­sýkin flókin

„Hún er mjög stressuð milli þess að nema lög­fræði, sinna barna­upp­eldi og að­stoða Kanye.“ Raun­veru­leika­stjarnan voni þó að þetta tíma­bil taki bráð­lega enda og allt falli í ljúfa lund.

Ný­lega opnaði Kim sig í fyrsta sinn opin­ber­lega um veikindi eigin­manns hennar en Kanye þjáist af geð­hvarfa­sýki. Hún sagði það geta verið mjög flókið og erfitt að skilja sjúk­dóminn.

Baðst afsökunar

Í sumar vakti rapparinn at­hygli fyrir að birta fjölda tor­ræða tísta sem sneru meðal annars að eigin­­­konu hans Kim og móður hennar Kris Jenner. Í nokkrum tístanna sakaði hann mæðgurnar um að hafa reynt að leggja hann inn á stofnun.

Kanye baðst síðar af­sökunar á um­mælum sína og kvaðst vita að hann hafi sært eigin­konu sína með birtingu þeirra.

Hjónin eiga saman fjögur börn, North, Saint, Chi­cago og Psalm, sem eru á aldrinum eins til sjö ára.