Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Kim Kar­dashian hefur verið sektuð um eina milljón Banda­ríkja­dollara af Verð­bréfa- og kaup­þings­nefnd Banda­ríkjanna eftir að hún aug­lýsti raf­mynt á Insta­gram síðu sinni, en þar hefur hún 330 milljón fylgj­endur. Á­stæða sektarinnar er að hún tók ekki nógu skýrt fram að um aug­lýsingu væri að ræða.

Kim verður að skila þeim 250 þúsund Banda­ríkja­dollurum sem hún fékk greitt fyrir að setja inn færsluna, á­samt því að greiða eina milljón Banda­ríkja­dollara í sekt. Þá má hún ekki aug­lýsa neitt tengt raf­myntum á næstu þremur árum.

For­maður nefndarinnar sagði í yfir­lýsingu að sektin hennar Kim væri á­minning fyrir frægt fólk og aðra um að lögin krefjast þess að þau upp­lýsi al­menning um hve­nær og hversu mikið þau fá greitt fyrir aug­lýsingar tengdum fjár­festingum.

Fleiri stjörnur hafa einnig lent í því sama og Kim, árið 2020 greiddi Ste­ven Seagal 200 þúsund Banda­ríkja­dollara í svipuðu máli. Árið 2018 komust Floyd Maywe­at­her Jr. og DJ Khalid að sam­komu­lagi við Verð­bréfa- og kaup­þings­nefnd Banda­ríkjanna um að greiða sekt.

Verð­bréfa- og kaup­þings­nefndin nýtti tæki­færið og birti kímið mynd­band þar sem þau fræða al­menning og vara við hugsan­legum af­leiðingum sem fylgja því að fjár­festa í því sem frægir aug­lýsa.