Kim Kar­dashian hefur sótt um lög­skilnað frá eigin­manni sínum og rapparanum Kanye West. Hjónin hafa verið gift í nærri sjö ár og eiga saman fjögur börn.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum vestan­hafs hefur Kar­dashian óskað eftir sam­eigin­legu for­ræði yfir börnum þeirra en hvorki hún né Kanye hafa tjáð sig opin­ber­lega um skilnaðinn.

Banda­ríski slúður­miðillinn Page Six greindi upp­haf­lega frá því í byrjun janúar að Kim og Kanye væru að skilja.

Í frétt Pa­geSix kom fram að Kim hafi ekki sést með brúð­kaups­hring sinn um jólin. Hún hafi þess þó heldur ekki eytt jólunum með rapparanum. Hann hafi þess í stað eytt jólunum á Wyoming bú­settri þeirra hjóna.

Sam­kvæmt heimildar­manni miðilsins á Kim að hafa eytt dá­góðru púðri í að standa að baki eigin­manns síns og geð­heil­brigði hans.

Á meðan vísar bandaríski slúðurmiðillinn til annarra heimildarmanna sem segja að Kanye sé kominn með algjörlega nóg af Kardashian fjölskyldunni.