Bókin „Fas­hion Week“ eftir franska höfundinn og leik­stjórann Joann Sfar um það þegar brotist var inn á hótel­her­bergi Kim Kar­dashian í París árið 2016 og hún rænd, verður gerð að kvik­mynd, að því er segir á vef MSN.

At­hafna­konan hefur verið opin­ská með það á­fall og þá streitu sem hún upp­lifði í kjöl­far ránsins þegar hettu­klæddir byssu­menn brutu sér leið á hótel­her­bergið hennar og rændu skart­gripum fyrir and­virði níu milljónir króna.

Kim birti engar myndir af sér með skart­gripi í marga mánuði eftir á og sagðist hafa haldið að hún myndi syngja sitt síðasta þetta kvöld. Á vef MSN kemur fram að bókin muni fjalla um hóp gamal­dags bófa sem ræni sam­fé­lags­miðla­stjörnu.

Ekki verði fylgt eftir raun­veru­legum at­burðum í einu og öllu heldur fært í stílinn þegar svo ber undir en bókin sem um er að ræða er skáld­saga. Sfar hefur viður­kennt að bókin sé nokkuð frjáls­lega byggð á ráninu.

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af um­ræddum skart­gripa­þjófum og er franska lög­reglan enn að reyna að hafa upp á þýfinu. Stjörnuparið þau Kim og Kayne sögðu upp þjónustu­samningi sínum við öryggis­varða­t­eymi sitt og hafa raunar sótt það til saka fyrir það sem þau vilja meina að sé brot á samning.