Orð­rómar eru komnir á kreik um nýja ást í lífi raun­veru­leika­stjörnunnar Kim Kar­dashian og er sá heppni enginn annar en frétta­ritarinn Van Jones, sem er hvað þekktastur fyrir störf sín hjá CNN.

Um tveir mánuðir eru síðan Kim sótti um skilnað við tón­listar­manninn Kanye West eftir sjö ára hjóna­band.

Kim og Van hafa verið vinir um langt skeið og eiga það sam­eigin­legt að hafa brennandi á­huga á fangelsis­málum í Banda­ríkjunum. Fjöl­miðlar ytra velta því fyrir sér hvort Van hafi haft á­hrif á skoðanir Kim en hann er vinstri­maður í húð og hár.

Undan­farin ár hefur Kim verið í starfs­námi hjá lög­fræði­stofu Van en þau unnu saman að því að fá Alice John­son lausa úr fang­elsi árið 2018.

Hvorki Van né Kim hafa tjáð sig opin­ber­lega um sam­bandið og hafa vinir Kim þver­tekið fyrir að þau séu í sam­bandi.