Veru­leika­stjarnan Kim Kar­dashian hefur slitið sam­bandi sínu við grín­istann Pete David­son. Á­stæðan fyrir sam­bands­slitunum er sögð vera aldur Davidson og hversu ó­þroskaður hann er.

Kim var áður gift rapparanum Kanye West, eða Ye, en þau skildu á síðasta ári. Hún og David­son byrjuðu svo fljót­lega að hittast eftir að Kim var kynnir í grín­þáttunum Satur­day Night Live, sem David­son var hluti af.

Sam­bands­slitin hafa komið að­dá­endum parsins á ó­vart, en Kim er sögð hafa orðið þreytt á aldurs­muninum á þeim og hver ó­þroskaður David­son er. Kim er 41 árs en David­son 28 ára.

Sagt er að parið ætli sér að vera vinir og ekkert meira en það.

Það er ekki langt síðan David­son fékk sér tattú til­einkað Kim og börnunum hennar, en það verður á­huga­vert að sjá hvað gerist í fram­haldinu á þessum sam­bands­slitum.