Raun­veru­leika­stjarnan Kim Kar­dashian er nánast ó­þekkjan­leg með ljóst hár og af­litaðar auga­brúnir. Kim birti mynd af þessari hressi­legu út­lits­breytingu á sam­fé­lags­miðlum um helgina en nýi stíllinn var fyrir mynda­töku.

Kim kvaðst vera sér­lega á­nægð með af­lituðu auga­brýrnar. „Þetta er rosa dúlló. Ég er að fíla þetta og get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvernig þetta endar.“

Að­dá­endur voru flestir yfir sig hrifnir af ljósu lokkunum en ein­hverjir virtust sakna náttúru­lega hár­litsins. „Engar á­hyggjur, ég er aftur orðin dökk­hærð,“ skrifaði Kim undir mynd af sér með náttúru­lega hár­lit sinn.

Raun­veru­leika­stjarnan er þekkt fyrir að hrista upp í hlutunum og gera dramatískar breytingar á út­liti sínu fyrir mynda­tökur.

Mynd/Instagram