Banda­ríska raun­veru­leika­sjón­varps­stjarnan Kim Kar­dashian vakti mikla at­hygli í gær er hún kom til New York í að­draganda Met Gala sem fram fer á morgun.

Hún deildi á Insta­gram myndum af sér í svörtum leður­klæðnaði. Múnderingin er frá tísku­fram­leiðandanum Balenciaga og hönnuð af Demna Gvasali­a.

Kar­da­hsian var í leðri frá toppi til táar, með leður­grímu sem einungis var opin á hnakkanum fyrir taglið hennar. Auk þess var hún í leður­frakka, með leður­hanska, í leður­buxum og í leður­hæla­skóm.