Kim Kardashian féll í annað sinn á lögmannaprófi sínu. Þetta kom fram í lokaþætti af hinum geysivinsælu raunveruleikaþáttum um Kardashian fjölskylduna, Keeping up with the Kardashians.

Þættirnir skutu fjölskyldunni upp á stjörnuhimininn fyrir fjórtán árum og hefur hefur verið mótandi fyrir nútíma popp-menningu. Þeir enda nú eftir tuttugu seríur.

Árið 2019 tilkynnti Kim að hún ætlaði sér að opna lögfræðistofu og verða fullgildur lögmaður fyrir árið 2022. Hún ætlar að fylgja í fótspor föður síns, Roberts Kardashian, sem var lögmaður þekktastur fyrir að vera hluti af verjandateymi leikarans og ameríska fótboltakappans O.J. Simpson. Simpson var sýknaður og síðar dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína Nicole Brown Simpson og vin hennar Ronald Goldman. Nicole Simpson var góðvinkona Kris Jenner, móður Kim sem var áður gift Robert Kardashian.

Kim ætlar ekki að láta fallið halda aftur af sér og mun halda áfram að nema lögfræði í í Kali­forn­íu.

Kim hefur lýst yfir miklum áhuga á fangelsismálum í Bandaríkjunum og hef­ur ít­rekað haft af­skipti af mál­efn­um fanga. Hún biðlaði til Donalds Trump, þáverandi foresta, að þyrma lífi manns sem taka átti af lífi fyrir morð sem hann átti aðild að þegar hann var 18 ára gamall.

Kim fer ekki á bömmer eftir að hún fellur á prófi. Hún fær sér mjúkan bíl í stíl við fötin sín.
Mynd: Skjáskot úr story hjá Kim Kardashian