„Svona er fer­tugs­aldurinn,“ skrifar Kim Kar­dashian undir mynd af sér á sund­fötunum á hvítri strönd. Ó­hætt er að segja að fjögurra barna móðirin sé í ó­trú­legu formi enda leggur hún mikið upp úr því að stunda líkams­rækt og huga að út­litinu.

Kim fagnaði fer­tugs­af­mæli sínu í síðustu viku og á­kvað að eyða fyrstu dögum eftir stór­af­mælið með fjöl­skyldu sinni á einka­eyju.

Ó­vænt af­mæli

Áður er fjöl­skyldan lagði land undir fót var þó haldin mögnuð af­mælis­veisla. Móðir Kim og systur hennar komu stjörnunni á ó­vart með því að endur­gera fyrri af­mælis­veislur hennar. „Sömu blöðrurnar, sama kakan og allt!“ skrifaði Kim þakk­lát.

„Öll smá­at­riðin sem fóru í þetta voru svo ein­stök og ég verð að ei­lífu þakk­lát fjöl­skyldu minni fyrir að hafa tekið sér tíma í að setja þetta saman til að fagna fer­tugs­af­mælinu mínu.“

View this post on Instagram

This is 40!

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on