Fyrirsætan, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er greinilega byrjuð að jafna sig á sambandsslitum sínum við Pete Davidson ef marka má myndirnar sem hún birti á Instagram síðu sinni í dag.

Myndirnar sýna Kim í líkamsræktarstöð en fyrirsætan skrifar undir mynd sína „I do my own heavy lifting“ eða „Ég sé um mínar lyftingar sjálf“

Sögusagnir hafa verið viðhafðar um að Kardashian hafi hætt með Davidson svo mögulega er ekki um einhverskonar tilraun til að næla í hann aftur að ræða.

Líklegra þykir að Kardashian vilji nú auglýsa það að hún sé aftur á lausu en hún og Davidson hættu saman eftir 9 mánaða samband.

Í annari færslu birti hún einnig myndband af ljósmyndatökunni en ljósmyndirnar voru teknar af ljósmyndaranum Indiana

Sjón er sögu ríkari