Það hefur verið nóg að gera hjá íslenskum krökkum í dag en líkt og alþjóð veit er sjálfur öskudagurinn haldinn hátíðlegur og þá tíðkast að sjálfsögðu að klæða sig upp í skemmtilegan búning og sníkja sælgæti með söng hjá stofnunum og fyrirtækjum.

Á samfélagsmiðlum má finna ýmsar stórskemmtilegar færslur þar sem foreldrar sýna alla þá mismunandi búninga sem að krakkarnir þeirra hafa klætt sig í, eftir smekk og áhugamálum en Fréttablaðið tók saman nokkrar stórskemmtilegar færslur sem má sjá hér að neðan. 

Þannig má sjá ótrúlega fjölbreytt úrval af stórskemmtilegum búningum, allt frá einstæðum föður, ofurhetjum og dýrum til heimsfrægra einstaklinga líkt og myndlistakonuna Fridu Kahlo, Kim Jong-un og þá hefur lögreglan víðsvegar um landið tekið þátt í gleðinni og fengu meðal annars lögreglumenn embættisins á suðurnesjum mynd af sér með tveimur grameðlum.