Kim Kardashian grét þegar sex ára gamall sonur hennar fann kynlífsmyndband af henni og fyrrverandi kærasta hennar Ray J. Í klippu úr fyrsta þætti í nýrri raun­veru­­leika­­seríu um Kar­dashian fjöl­­skylduna kemur í fram að sonur Kim Kar­dashian og Kanye West, Saint hafi séð aug­­lýsingu um kyn­lífs­­mynd­bandið.

The Sun greinir frá þessu.

Saint, sem er sex ára, var að leika sér í spjald­­tölvunni sinni þegar það kom aug­­lýsing um kyn­lífs­­mynd­band móður hans og fyrr­verandi kærasta hennar, Ray J.

Eins og frægt er kom út kyn­lífs­­mynd­band með Kim og Ray J árið 2007. Það ganga orð­rómar um að Ray J eigi meira efni af Kim sem hann stefnir á að gefa út fyrir háar fjár­hæðir.

Ekki er ljóst hvort það sé eitt­hvað til í þessum orð­rómum, en talið er að Kim sé að gera allt í sínu valdi til þess að koma í veg fyrir dreifingu á myndbandinu, sem nýverið hefur verið flokkað sem stafrænt kynferðisofbeldi.